31.03.1938
Efri deild: 37. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í B-deild Alþingistíðinda. (547)

73. mál, hrafntinna

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Ég geri ráð fyrir að þetta frv. fari til iðnn., en áður en það fer til hennar, vildi ég gjarnan benda á, að frv. um sama efni lá fyrir Nd., þegar ég átti þar sæti. Iðnn. þar, rannsakaði málið þó nokkuð, og virtist þá líta út fyrir, að birgðir af hreinni hrafntinnu hér á landi væru töluvert takmarkaðar, og gæti því verið vafi á, þó hægt væri að skapa útflutningsverðmæti í bili, hvort rétt væri að veita þetta einkaleyfi, sem gengi út yfir þann forða, sem til er. En það er vafasamt, hvort hann er það mikill, að af honum megi taka í þessu skyni, ef hugsað er til þess, að hann eigi að endast landsmönnum sjálfum nokkuð lengi. Ég vil benda á þetta og biðja n. að athuga þetta atriði málsins vel.