20.04.1938
Neðri deild: 50. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 499 í B-deild Alþingistíðinda. (576)

62. mál, bæjarstjórn á Siglufirði

*Bergur Jónsson:

Ég vil gera aths. við ræðu hv. þm. Ísaf. — Það er alls ekki rétt, að bæjarstjóri geti haft atkvæðisrétt áfram í bæjarstjórn, þó að Siglufjörður noti sér þessa væntanlegu heimild, sem í frv. felst, og því að því verði breytt samkv. brtt. allshn. En auk þess vil ég benda honum á, að í upphaflega frv. er í 1. gr. tekið fram, að bæjarstjóri á Siglufirði skuli hafa með böndum sömu störf og njóta sömu réttinda og oddviti bæjarstjórnar Siglufjarðar hefir gert hingað til. Samkv. þeirri gr. hefði hann fengið atkvæðisrétt. En samkv. brtt. sem allshn. hefir komið fram með við frv., er honum einmitt ekki veittur atkvæðisréttur. Sveitarstjórnarl. taka atkvæðisréttinn af bæjarstjórum.

Viðvíkjandi hinu atriðinu, sem hv. 5. þm. Reykv. minntist á, að mér skildist, að hann hélt því fram, að hér væri ekki í brtt. tekið fram, að bæjarfógeti færi úr bæjarstjórn og þess vegna mætti skilja orðalag brtt. svo, að bæjarfógeti skyldi vera áfram í bæjarstjórn, eftir að bæjarstjóri væri kominn. Þetta er misskilningur. Það er ekki hægt að skilja brtt. á annan veg en þann, að bæjarstjórinn eigi að taka við störfum bæjarfógeta. En það væri þó ekki úr vegi að bæta því inn í frv., að bæjarfógeti víki þá úr bæjarstjórn.