25.04.1938
Efri deild: 53. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í B-deild Alþingistíðinda. (693)

12. mál, skemmtanaskattur

*Frsm. meiri hl. (Guðrún Lárusdóttir):

Það er sjálfsagt, að menntamn. athugi tilmæli þessara tveggja þm., hv. þm. Vestm. og hv. þm. Hafnf. Það er orðin brýn nauðsyn að taka allt skemmtanaskattsmálið til athugunar, einkum með tilliti til mismunandi tilgangs þeirra félaga, sem skemmtanir halda, og það er sjálfsögð skylda n. að hugsa það mál vandlega. Annars þarf ég engu að bæta við ræðu mína áðan. Formaður n. hefir þegar svarað hv. 3. landsk. Það, sem fyrir liggur, er aðeins að samþ. undanþágu um sérstaka tegund skemmtana, nefnilega héraðsmót ungmennafélaga. Hitt er sjálfsagt, að taka til athugunar önnur félög, sem standa líkt að vígi.