04.04.1938
Neðri deild: 40. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 630 í B-deild Alþingistíðinda. (827)

94. mál, skipun prestakalla

*Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Það eru orðin ein 30 ár síðan prestakallalögin voru sett. En öll þessi ár hafa l. ekki komið til framkvæmda gagnvart Ísafjarðarsýslu. Sr. Sigtryggur Guðlaugsson hefir verið prestur í Dýrafjarðarbingum allan þann tíma. Nú má hinsvegar búast við, að hann fari að hætta. Honum hefir verið mjög illa við, að prestakallið félli niður, og ef til vill haldið lengur áfram en honum var hollt heilsunnar vegna. Nú eru allir aðiljar einhuga um að óska eftir, að þetta prestakall verði endurreist. Auk annara röksemda, sem renna undir það, að svo verði gert, er sú, að þarna hefir, eins og kunnugt er, risið upp héraðsskóli að Núpi, þar sem munu verða í framtíðinni milli 40–50 unglingar. Ég vil nú vænta þess, að hv. þm. verði við þessari ósk, og legg til, að frv. verði vísað til 2. umr.