20.04.1938
Neðri deild: 50. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 631 í B-deild Alþingistíðinda. (830)

94. mál, skipun prestakalla

*Frsm. (Thor Thors):

Þetta frv. miðar að því að endurreisa Dýrafjarðarþing í Vestur-Ísafjarðarsýslu sem sjálfstætt prestakall.

Með l. frá 1907 var ákveðið, að þetta prestakall skyldi lagt niður, en það hefir aldrei komið til framkvæmda, því að sá prestur, sem starfaði þarna um þær mundir, hefir haldið áfram starfsemi sinni til þessa dags. Með tilliti til þess, að þarna er fjölmennur héraðsskóli, sem lengi hefir notið góðs af starfsemi prestsins, telur allshn. rétt að leggja til, að þetta frv. verði samþ.