03.03.1939
Neðri deild: 12. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 610 í B-deild Alþingistíðinda. (1121)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Frsm. (Sveinbjörn Högnason) :

Fjhn. hefir yfirfarið þetta frv., sem lagt er fram af ríkisstj. og er nákvæmlega eins og bráðabirgðalögin, sem gilda um þessi efni fyrir yfirstandandi ár. Ákvæðin á samkv. frv. að framlengja yfir árið 1940, eins og siður hefir verið undanfarið að framlengja þau stöðugt til árs í senn. N. hefir orðið ásátt um að mæla með að samþ. frv. óbreytt. Aðeins einn nm. hefir skrifað undir með fyrirvara, og mun hann sjálfur gera grein fyrir ástæðum sínum til þess.