02.01.1940
Neðri deild: 97. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 647 í B-deild Alþingistíðinda. (1180)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Atvmrh. (Ólafur Thors) ; Ég vil beina því til hv. fjvn. að athuga þetta, þótt úrskurður hæstv. forseta sé óvefengjanlegur, eins og allir hans úrskurðir. En ég álít, að hv. fjvn. hafi ætlazt til, að sá skilningur, sem ég nefndi, væri lagður í brtt., enda kemur það saman við fjárl., þar sem ekki er áætluð nein upphæð til þess að standast kostnað af prentun ræðuparts á þessu ári.