09.12.1939
Neðri deild: 79. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (1398)

113. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla af stríðsáhættuþóknun

Sigurður Kristjánsson:

Hæstv. atvmrh. veit, að ég get ekki svarað honum, af því ég er búinn að útenda minn ræðutíma, en ég mun svara honum við 3. umr. málsins. Ég vildi leiðrétta það, sem hann segir um till. minar. Ég hefi borið þær fram í mínum flokki og farið upp í fjármálaráðuneyti til þess að ræða þær þar. Mér er næst að halda, að hæstv. ráðh. kæri sig ekki um, að þær komi fram, og að hann hafi óttazt, að þær kæmu fram í fjvn.