21.12.1939
Efri deild: 90. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (1840)

138. mál, iðja og iðnaður

Frsm. (Páll Hermannsson):

Þetta frv. er komið frá hv. Nd. Eins og menn sjá, gerir það ráð fyrir breytingum á l. um iðju og iðnað. Er nokkur ágreiningur um það, hvort þau l. séu í því formi, sem vera ætti. Í frv. er þó lítið gengið inn á þann ágreining. Breytingarnar eru svo smávægilegar, að ég sé ekki ástæðu til að vera að útskýra þær fyrir hv. dm., en vil láta mér nægja að óska þess fyrir hönd n., að frv. verði samþ. óbreytt.