22.12.1939
Efri deild: 91. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1090 í B-deild Alþingistíðinda. (2201)

165. mál, rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveganna

*Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Ég taldi nú eðlilegast, að það mál, sem var á dagskrá næst á undan þessu, þ. e. frv. um fiskimálanefnd, færi til n., þar sem nokkur ágreiningur er um málið. En um hin málin, það sem nú er á dagskrá og tvö þau næstu á eftir, er öðru máli að gegna. Ég veit ekki annað en það sé samkomulag um þau mál á milli þeirra þriggja flokka, sem styðja stj. Ég vil nota tækifærið til þess að skýra frá því, að ég mun ekki greiða atkv. með því, að þessu máli og 2 þeim næstu á eftir verði vísað til n., enda þótt ég sjái ekki neina sérstaka ástæðu á móti því.