22.12.1939
Efri deild: 91. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1092 í B-deild Alþingistíðinda. (2207)

165. mál, rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveganna

*Erlendur Þorsteinsson:

Ég var búinn að lýsa meðferð þessa máls í fjhn. Hún var þannig, að við fengum vélrituð blöð, sem sett voru svo í prentun án þess að nokkur sérstakur flm. væri eða nokkur grg. Þetta var allt gert í þeim mesta flýti, alveg án þess að bera þau saman við gildandi l., eins og venja er til. Það getur verið, að hv. 1. þm. Eyf. hafi gert það, því hann er einn af hinum réttu feðrum fyrsta frv.

Ég hygg, að það sé venja, að n., sem um mál fjalla, lesi þau yfir og beri þau saman við gildandi l., jafnvel þó að þau komi frá hæstv. ríkisstj. Þannig hefir það verið með bandorminn o. fl. frv.; þau hafa verið borin saman við gildandi l., til þess að vita, hvort ósamræmi væri milli þeirra og gildandi l. Sé ég ekki ástæðu til þess að fara öðruvísi að nú.