03.01.1940
Neðri deild: 98. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1139 í B-deild Alþingistíðinda. (2332)

166. mál, fræðsla barna

*Finnur Jónsson:

Ég hefi athugað lítilsháttar þetta nál. og mér virðist það bera með sér, að menntmn. áliti þýðingarlaust, að frv. nái fram að ganga. Eftir að þessu er slegið föstu í nál., segir þar, með leyfi hæstv. forseta: „N. vill þó eftir atvikum ekki setja sig gegn því, að frv. þetta nái framgangi á þessu þingi, og mælir með, að það verði samþ. óbreytt að efni og formi, ef það mætti leiða til sérstakrar athugunar þessara mála, enda felst í því aðeins heimild til kennslumálaráðherra til þess að gera gangskör að þessu“. Vegna þess að mér finnst, að það komi fram hjá n., að hún álíti þetta frv. algerlega óþarft, en vilji hinsvegar láta það ganga fram sem einskonar áminningu til ríkisstj. um að athuga þessi mál, þá fyndist mér réttast að vísa málinu til ríkisstj. og geri það hér með að till. minni.