10.03.1939
Neðri deild: 17. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 2 í C-deild Alþingistíðinda. (2703)

14. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Sjútvn. hefir haft þetta frv. til meðferðar, og hefir hún, eins og nál. á þskj. 32 ber með sér, lagt til, að frv. verði samþ. Þó hefir einn nm., hv. þm. Ísaf., áskilið sér rétt til að bera fram brtt., og hefir hann nú ásamt hv. þm. Borgf. borið fram brtt. Ég skal ekki gera þá brtt. að umtalsefni, enda hefir n. ekki haft hana til athugunar, og gæti ég því trúað, að hún verði tekin aftur til 3. umr. Einn nm., hv. þm. Mýr., var ekki á fundi, þegar málið lá fyrir n., og er nafn hans því ekki undir nál.

Ég þarf ekki að fara neitt út í efni frv., því ég gerði það við 1. umr. Það gengur í þá átt að breyta lítils háttar ákvæðinn í 14. gr. verksmiðjulaganna, en hún er viðvíkjandi gjaldi því, sem verksmiðjunum er gert að greiða til sveitarfélaga á hverjum stað. Það er þar takmarkað á tvennan hátt. Í fyrsta lagi er gjaldið ½ af hundraði og í öðru lagi má það ekki fara fram yfir 25% af álögðum útsvörum. Frv. fer fram á að breyta síðara ákvæðinu þannig, að það megi ekki fara fram yfir 50% af álögðum útsvörum.

N. leggur til, eins og ég hefi áður sagt, að frv. verði samþ.