25.04.1939
Efri deild: 49. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í C-deild Alþingistíðinda. (2738)

14. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Árni Jónsson:

Þetta mál er svo mikilsvert í raun og veru, að freisting væri að tala nokkuð almennt um það. En bæði er búið að tala nokkuð mikið um það og hæstv. forseti hefir óskað eftir að lengja ekki umr., og skal ég verða við því.

Um brtt. á þskj. 202 get ég vitnað til ræðu hv. 2. landsk. (SÁÓ) og til hv. 10. landsk. (ErlÞ). Brtt. mín á þskj. 214 er við hina fyrrnefndu, þess efnis, að í stað þess að heimila 0,5% fasteignagjald skuli það mega verða 0,7%. Eftir viðtali við kunnuga menn hygg ég, að þessi breyting sé í alla staði sanngjörn. Ég vonast þess vegna til, að hún nái samþykki hv. deildar.