25.11.1939
Neðri deild: 68. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í C-deild Alþingistíðinda. (2990)

122. mál, verkstjórn í opinberri vinnu

*Frsm. (Emil Jónsson):

Mér finnst óviðeigandi samanborið við meðferð annara mála, að þessu máli sé vísað til annarar n. heldur en þeirrar, sem ber það fram.

Ég get ekki gengið inn á það sjónarmið hv. þm. Barð., að þetta mál sé svo fjarskylt iðnn., að það sé eins og sjútvn. tæki að sér að flytja landbúnaðarmál. Það er alveg fjarri lagi. Þetta frv. um verkstjórn heyrir iðnn. greinilega til, því hér er að ræða um teknisk störf, sem heyra undir það, sem iðnn. fjallar um. Ég held því, að þetta frv. liggi miklu nær störfum iðnn. heldur en allshn.

En hvað viðvíkur hálfgerðu grobbi hv. form. allshn. um það, að n. hafi tekizt að krækja í helming allra mála, sem fyrir hv. d. hafa komið, og afgreiða meiri hluta þeirra, þá finnst mér. að hv. ]nn. ætti að gera hreint fyrir sínum dyrum við hv. þm. Borgf. áður en hann slægist eftir fleiri málum.