05.12.1939
Neðri deild: 75. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í C-deild Alþingistíðinda. (3003)

122. mál, verkstjórn í opinberri vinnu

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Það er aðeins eitt atriði, sem ég vildi minnast á. Það er þessi menntunarfjandsamlega afstaða, sem hv. 1. þm. Skagf. talaði um.

Ég vil nú bara spyrja n. að því, hvernig standi á því, að þessu frv. er einungis beint gegn ríkinu, þar sem það er eini atvinnurekandinn, sem hefir komið upp námskeiðum fyrir verkstjóra sína, og lætur þá, sem þessi námskeið sækja, sitja fyrir öðrum um vinnu. Hvað halda menn. að sagt yrði, ef sett væri slík löggjöf um verkstjóra, sem vinna hjá einstaklingum?