26.04.1939
Sameinað þing: 11. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í D-deild Alþingistíðinda. (3508)

90. mál, ríkisábyrgð á láni fyrir Ólafsfjarðarhrepp

*Bergur Jónsson:

Hæstv. fjmrh. vildi ekki sætta sig við það, sem ég sagði áðan, að það væri svo að segja undantekningarlaus regla, að ábyrgðir væru ekki veittar nema sem heimildir. Ég veit, að hæstv. fjmrh. er þetta jafnkunnugt og mér. Ég vil benda á 22. gr. fjárl., en þar er safnað saman öllum ábyrgðarheimildum. Sú gr. hefst á því, að „ríkisstj. sé heimilt“. Svo eru taldar upp allar þær ábyrgðir, sem ríkisstj. er heimilt að veita. Ég vil benda hæstv. fjmrh. á dæmi eins og hitaveitulögin frá síðasta þingi. Hvað hefði hann sagt, ef fyrrv. fjmrh. hefði neitað að veita ábyrgð ríkissjóðs fyrir hitaveituláni, vegna þess að l. nr. 41 frá 1938 væru aðeins heimildarlög. Þar er það tekið fram, að þetta skuli gert gegn tryggingum, sem stj. metur gildar. Hér er um enga slíka varnagla að ræða. En stj. getur kannske skotið sér undir það, að flm. till. og hæstv. fjmrh. hafa lýst því yfir, að stj. sé ekki bundin af þessu vegna þess, að það sé aðeins heimild.