25.04.1939
Sameinað þing: 10. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í D-deild Alþingistíðinda. (3562)

91. mál, sala eða leiga Þórs ogHermóðs o. fl.

*Atvmrh. (Ólafur Thors) :

Ef þessi þáltill. verður samþ., þá mun ríkisstj. líta á hana sem virðingarverða ábendingu um það, á hvern hátt fjvn. telur kleift að hefja þá sparnaðarviðleitni, sem allur þingheimur virðist sammála um, að nauðsynlegt sé að hefja. En hinsvegar þykist ég mega lýsa því yfir, a. m. k. að því er vitabátinn Hermóð snertir, að ríkisstj. mun ekki telja sig bundna við að selja skipið, þó þessi till. verði samþ. Það kemur í ljós, sem ekki er óeðlilegt, að ef einhverstaðar á að skera niður, þá risa upp raddir gegn því. En ég tek fyllilega undir það, sem hv. formaður fjvn. og frsm. þessarar till. sagði áðan, að menn verða að gera sér það ljóst, að það er ekki hægt að koma við sparnaði svo, að það komi hvergi illa við. Þó ég sé sammála honum um það atriði, þá vil ég leyfa mér að láta þau orð falla, að ég mun áskilja mér rétt til að láta rannsaka þetta mál, og ég mun meta þessa heimild að öllu eða engu eftir því, sem niðurstaða þeirrar rannsóknar verður.