25.04.1939
Efri deild: 50. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 243 í B-deild Alþingistíðinda. (641)

37. mál, verðtollar

*Frsm. (Erlendur Þorsteinsson):

Herra forseti! Þetta frv. er flutt í því skyni, að hætt sé að líma á stimpilfrímerki, þegar kvittað er fyrir verðtolli, heldur sé látin nægja kvittun innheimtumanna. Þessi stimpilmerki hafa áður gilt sem peningar, en sumt starfsfólk hjá lögreglustjórum og öðrum, sem hafa haft með innheimtu verðtolls að gera, hefir ekki gert sér grein fyrir, að hér væri um peninga að ræða, og hefir það stundum valdið tjóni, fyrir utan það, að það hefir skapað mikla vinnu.

Fjhn. Ed. hefir orðið sammála um að mæla með því. að frv. verði samþ.