29.03.1940
Neðri deild: 25. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 442 í B-deild Alþingistíðinda. (1055)

41. mál, íþróttasjóður

Pétur Ottesen:

Ég vil m. a. benda á það, að það var tilætlunin með íþróttal., að tillög úr þessum sjóði yrðu veitt til þess að byggja leikfimihús og íþróttahús. En í fjárl. undanfarinna ára hefir verið veitt frá 65 þús. og upp í 80 þús. kr. á ári til skólabygginga, og þar í til leikfimihúsa. Og miðað við þetta er þessi upphæð engan veginn nægileg til að sinna því verkefni, sem um er að ræða og hún er ætluð til, með nokkuð svipuðum hætti og verið hefir að undanförnu. Þess vegna er hér vísvitandi verið að ganga aftur á bak, eða öllu heldur ofan í jörðina, ef á að lögbinda framlagið til íþróttasjóðs við þessa upphæð.