28.03.1940
Neðri deild: 24. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 444 í B-deild Alþingistíðinda. (1074)

79. mál, mæðuveikin

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég þarf ekki að hafa mörg orð fyrir þessu frv. Ég hefi engu við það að bæta, sem ég sagði um málið við 1. umr. Það eina, sem ég vildi segja nú, er að óska eftir, að þeir hv. þm., sem hafa borið fram brtt. við frv., vildu taka þær aftur til 3. umr., svo að n. geti gefizt kostur á að athuga þær, áður en gengið er til atkv. um þær.