11.04.1940
Efri deild: 32. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 455 í B-deild Alþingistíðinda. (1099)

79. mál, mæðuveikin

Frsm. (Þorsteinu Þorsteinsson):

Ég skal taka það fram, að það er sjálfsagt að athuga þessa uppástungu hv. 1. þm. Eyf. Ef einhver önnur fjárpest en garnaveikin veldur miklu tjóni á fé bænda, þá er náttúrlega sjálfsagt að taka það til athugunar. En hitt atriðið, að sleppa algerlega þessu 10 aura gjaldi, finnst mér ekki ástæða til að fallast á, heldur einmitt hitt, að hvetja þá, sem hafa innheimtu þess með höndum, til að gera skyldu sína og heimta það inn hiklaust. Ég mun svo ekki segja meira um þetta, en skal lofa því, að landbn. taki þetta atriði til athugunar, sem hv. 1. þm. Eyf. minntist á, fyrir 3. umr. þessa máls.