08.03.1940
Neðri deild: 13. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 189 í B-deild Alþingistíðinda. (183)

2. mál, happdrætti

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Frv. þetta var lagt fyrir hv. Ed. og afgr. þaðan óbreytt. Í frv. er farið fram á að framlengja um 3 ár leyfi háskólans til þess að hafa happdrætti. Að farið er fram á þetta nú, er sakir þess, að mjög kallar að um að hraða byggingu háskólans sem mest, en fáist þetta leyfi, mun háskólaráðið geta fengið lán út á væntanlegar tekjur af happdrættinu, og þar með látið fullgera bygginguna fyrr en ella.

Ég vildi leyfa mér að óska þess, að máli þessu verði vísað til 2. umr. og fjhn.umr. lokinni.