28.03.1940
Neðri deild: 24. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í C-deild Alþingistíðinda. (2165)

71. mál, raforkuveitusjóður

*Frsm. (Jón Pálmason):

Það kom fram sú skoðun hjá 2 hv. síðustu ræðum., að brtt. fjhn., till. nr. I, væri einskonar afturganga af þeim till., sem hv. þm. N.-Húnv. o. fl. fluttu um rafveitulánasjóð. Þetta er á fullkomnum misskilningi byggt, því að þessi till. fjhn. er ekki að neinu leyti bundin við það, að ríkið hafi gengið í ábyrgð fyrir þessi fyrirtæki, eins og hv. þm. V.-Ísf. tók réttilega fram. Þessi till. er ekki heldur að neinu leyti bundin við það, eins og í hinu frv., að miða við skuldarupphæð viðkomandi fyrirtækis, heldur er hér um að ræða þá stefnu, sem er alveg í samræmi við það, sem hefir átt sér stað hjá landssimanum og fleiri samgönguþægindum hér á landi. Þar er þetta gjald lagt á þægindi, sem viðkomandi menn njóta, þegar skuldin hefir verið borguð fyrir þá. Ég verð að segja það, eins og ég tók fram við 1. umr. um rafveitulánasjóð, að ég tel, að sú stefna sé eðlileg og mjög sanngjörn. að þeir, sem bezta hafa aðstöðuna, greiði visst gjald til þess að aðrir landsmenn verði aðnjótandi sömu þæginda og hinir hafa þegar fengið. Ég get fullyrt, að fjöldi þeirra manna, sem ekki hafa fengið þessi lífsþægindi, myndu vera fúsir til þess að greiða hærra gjald heldur en nú er gert af þeim aðilum, sem þegar hafa fengið þau. Það er út af fyrir sig rétt, sem hv. síðasti ræðum. tók fram, að ýmsar þessar rafstöðvar hafa verið í fjárkröggum og verða sennilega fyrst um sinn, enda er alls ekki ætlun fjbn., að þessi félög borgi raunverulega það gjald, sem lagt er á, heldur komi það sem hækkun á hvert kílówatt, sem notað er. Þess vegna má segja, að hér sé um svipaða reglu að ræða eins og þegar símtal er reiknað 8–10 aur. hærra til þess að koma landssímanum sem viðast út um landið. Það er þess vegna annar grundvöllur. sem þessar till. eru byggðár á, en í frv., sem vísað var til stj. Þar var farið inn á alveg nýja braut í okkar löggjöf.

Viðvíkjandi því, sem hv. þm. V.- Sk. sagði, að það væri ósanngjarnt að leggja þetta gjald á fyrirtæki, sem ekki hafa tekið lán úr banka eða fengið ábyrgð, þá er því óbeinlínis svarað með því, sem þegar hefir verið tekið fram. Hiti getur að vísu orkað tvímælis, hvaða takmark eigi að setja fyrir því, hvað stöðin eigi að vera stór, og ég verð að segja það, að ég tel ekki of langt farið að því er þetta snertir. Það er náttúrlega nokkuð öðru máli að gegna, ef um smástöðvar er að ræða, sem einstaklingar hafa komið upp, heldur en þar sem um allverulegar félagsstöðvar er að ræða, eins og hlýtur að vera, ef stöðin er 100 kw. eða stærri.

Annars er mér ekki sérstakt kappsmál að ákveða, hvað þetta takmark skuli vera hátt; þó mun ég greiða atkv. á móti brtt. um að hækka það verulega.

Viðvíkjandi því, sem hv. Þm. Borgf. var að tala um, að hann ætlaði að flytja brtt. um, að ríkisframlagið skyldi vera ótímabundið, þá er það að segja, að fjhn. taldi ekki ástæðu til að fara frekar í sakirnar heldur en gert er með frv. að því er þetta snertir. Enda er það augljóst mál, að ef svipaður hugur verður ríkjandi hér á þinginu eins og nú er að nokkrum árum liðnum, þá verður auðvelt að framlengja greiðslu ríkissjóðs til handa sjóðnum. Hér er þó ekki lengra farið í sakirnar en það, að ákveðin er sérstök upphæð, sem ríkisjóður leggur fram í þessu skyni, og sé ég ekki ástæðu til þess að gera breyt. á því eins og sakir standa.

Önnur atriði, sem fram komu snertandi þessa brtt. frá n., sé ég ekki ástæðu til að taka til athugunar, enda ekki um margt að ræða, sem verulegu máli skiptir, annað en þessar 2 till. n. — Ég vil svo óska þess, að þetta frv. megi ganga áfram og að samþ. verði brtt. fjhn.