16.04.1940
Neðri deild: 40. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í C-deild Alþingistíðinda. (2238)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

*Ásgeir Ásgeirsson:

Hv. þm. V.- Húnv. spurðist fyrir um það, hver minn fyrirvari væri í þessa máli. Ég hafði ekki ætlað mér að gera grein fyrir honum fyrr en síðar, þar sem ég bjóst við, að umr. um málið yrði frestað. Minn fyrirvari er sá, að við 3. umr. hefi ég hugsað mér að bera fram brtt. við frv. um að fleiri flokkar manna kæmust með, sem standa utan við þessi lög, t. d. hljóðfæraleikarar og lyfjasveinar og aðrir, sem okkur kynnu að berast upplýsingar um milli umr. og myndu óska lögfestingar á slíkum uppbótum.