12.03.1940
Sameinað þing: 5. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í D-deild Alþingistíðinda. (2432)

15. mál, hitun og lýsing háskólans

*Héðinn Valdimarsson:

Endilega þurfti hv. þm. S.- Þ. á venjulegan hátt að snúa við orðalaginu á brtt. minni sem orðrétt hljóðar þannig; „Orðin „að bærinn leggi fram ókeypis“ falli niður“ en hann þurfti að bæta þarna inn í, og það eins og þegar hann er að skýra frá því í sínum blöðum; hvað andstæðingarnir segi.

Annars hefir hann ekki gert grein fyrir, hvað þetta mundi kosta, og býst ég við, að á þessum tímum mundi það kosta a. m. k. 100 þús. krónur.