30.03.1940
Efri deild: 25. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 221 í B-deild Alþingistíðinda. (319)

84. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Bernharð Stefánsson:

Sökum þess, að frsm. fjhn., hv. 1. þm. Reykv. situr nú í forsetastól og er þess vegna forfallaður að hafa framsögu í þessu máli, ætla ég að geta þess, að fjhn. hefir borið fram brtt. við þetta frv. á þskj. 274, um að fella niður síðari hlutann af 20. tölul. 1. gr. frv., því að það ákvæði er óþarft í frv. sökum þess, að umboð þeirra manna, sem þar um ræðir, féllu niður með þeim „bandormi“, sem samþ. var á síðasta þingi.

Þá vil ég geta þess, að fjhn. í heild sinni hefir vitanlega alls ekki haft til athugunar brtt. á þskj. 275, þar sem henni var nú fyrst útbýtt á þessum fundi. Þess vegna er ekki hægt að segja neitt um afstöðu fjhn. til þeirrar till., en vitað er um afstöðu formanns n., þar sem hann er annar af flm. þeirrar till. Ég ætla ekki að fara fram á það, enda hefi ég ekki umboð til þess frá n. hálfu, að málinu verði frestað, en e.t.v. væri ástæða til að ljúka ekki þessu máli nú, og fjhn. athugaði þessa till., því að hér er unt töluvert atriði að ræða. En hv. frsm. hefir ekki gert neina kröfu um það, og þess vegna ætla ég ekki að mælast til þess.