01.04.1940
Neðri deild: 27. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 223 í B-deild Alþingistíðinda. (325)

84. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Þetta frv. er ekkert annað en framlenging á gildandi l., sem ekki þykir fært að láta nú niður falla, frekar en áður, eins og horfurnar eru um fjárhagsafkomu ríkissjóðs, og ekki aðeins þetta frv., sem nú er til umr., heldur einnig það næsta á dagskránni, frv. til l. um bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóð bæjar- og sveitarfélaga. Það er þannig ástatt um bæði þessi mál. Um síðara frv. er það að segja, að þó að ýmsir hv. þdm. kynnu að vísu að sjálfsögðu að bera þá von í brjósti, að hægt væri að gera á því þær breyt. að fella niður þá skatta, sem þar er um að ræða, og sérstaklega hátekjuskattinn, sem 2. gr. frv. fjallar um, er auk þarfa ríkissjóðs nú þess að gæta, að starfandi er milliþn. í skattamálum, sem gera má ráð fyrir, að á næsta ári ljúki við till. sínar um fyrirkomulag skattamála. Bæði af þessum og öðrum ástæðum varð samkomulag um það hjá ríkisstj. að bera frv. þetta nú fram í sama formi og verið hefir.

vænti ég svo, að frv. gangi til 2. umr. og hv. fjhn. til athugunar.