23.04.1940
Neðri deild: 49. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í B-deild Alþingistíðinda. (401)

99. mál, lækkun lögbundinna gjalda

Ásgeir Ásgeirsson:

Ég hefi borið fram brtt. við þetta frv., en það mun ekki vera búið að útbýta henni.

Hún er um það að fella niður 2. lið l. gr., svo lækkunin komi ekki niður á verkamannabústöðunum. Það er búið að lækka framlagið til þeirra áður, bæði með því, að þeir fá ekki sinn hluta af hátekjuskattinum, né heldur sinn hluta af tekjum tóbakseinkasölunnar. Ef enn er komið með nýja lækkun. þá er oft höggvið í hinn sama knérunn.

Annars vil ég segja það um þetta frv., að ef það ástand skapast, sem vel getur orðið, sem miðað er við í þessu frv., þá hygg ég, að svo sé komið, að ástæða sé til að kalla þing saman. Ef menn hugsa sér að kalla ekki saman þing út af slíku ástandi, þá hygg ég, að það sé ekki nóg að líta ríkisstj. hafa niðurskurðarheimild, heldur yrði þá einnig að láta hana hafa heimild fyrir auknar tekjur.

Ég er þess vegna ekki neitt hrifinn af þessu frv. í sjálfu sér, þó ég beri fram þessa brtt. af þeim ástæðum, sem ég hefi þegar greint.