23.04.1940
Neðri deild: 49. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 250 í B-deild Alþingistíðinda. (409)

99. mál, lækkun lögbundinna gjalda

*Haraldur Guðmundsson:

Ég er að vona, að fjmrh. komi hingað inn.

Í sambandi við á. við 1. gr., um að fella niður 35% af framlaginu til lífeyrissjóðs, vildi ég mega segja, að þetta er ekki fært á annan hátt en þann, að greiðslunni sé slegið á frest. Lífeyrissjóður Íslands er eign þeirra manna, sem borga í sjóðinn. Það, sem lagt er til elli- og örorkubóta, á að endurgreiðast með kr. 200000 á á ári í 50 ár. Ég hefi rætt við hæstv. fjmrh. um þann skilning, að greiðslunni til lífeyrissjóðs verði slegið á frest sem nemur því árabili, sem um er að ræða en engan veginn að greiðsla falli niður, því það væri beinlínis að ræna annara eign, að skilja heimildina svo.

Ég sé, að hæstv. fjmrh. er kominn, og vildi ég spyrja hann, hvort ekki væri rétt hermt hjá mér, að ekki sé hægt að fella niður þessa greiðslu, heldur á að fresta henni þannig, að sú skuld. sem lífeyrirssjóður er í við ellilaunasjóð, borgist, en verði slegið á frest.

Ég vona, að hæstv. ráðh. þurfi ekki að grípa til þessarar heimildar, því allar líkur eru til þess, að lífeyrissjóður gæti keypt ríkisskuldabréf fyrir mikilli upphæð. Um frv. í heild vil ég segja það, að mér virðist eðlilegt, að ráðh. óski eftir að hafa þessa heimild á þessum tímum, en mér er það ráðgáta, að hann skyldi ekki óska eftir að hafa víðtækari heimild, til þess að greiða úr fyrir þeim, sem verst verða úti, ef nauðsynlegt yrði.