29.03.1940
Efri deild: 24. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 338 í B-deild Alþingistíðinda. (788)

61. mál, umferðarlög

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég ætla ekki að fara út í efni þessa frv., en vil aðeins beina þeim tilmælum til hv. samgmn., að hún mælist til þess við vegamálastjóra, að hann hafi tal af formönnum bifreiðarstjórastéttarinnar um þetta mál. Bifreiðarstjórastéttin hér í bænum hefir nú sent Alþ. grg. um þetta mál, og vona ég, að hæstv. Alþ. taki fullt tillit til þess. Ég geri ráð fyrir, að þetta mál verði hespað gegnum þingið, en tel samt nauðsynlegt, að bifreiðarstjórastéttin ræði um þetta mál við vegamálastjóra, áður en það gengur að fullu í gegnum þingið.