23.04.1941
Neðri deild: 43. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 711 í B-deild Alþingistíðinda. (1561)

106. mál, iðnlánasjóður

Frsm. (Emil Jónsson) :

Þegar þetta mál og frv. um iðnlánasjóðsgjald voru til 1. umr., var þess óskað, að tvö nánar tiltekin atriði yrðu tekin til athugunar af n. milli umr.

Nú hefur ekki tekizt að fá athugað nema annað atriðið, sem um er rætt, nefnilega það, hvort ekki væri heppilegra, að ríkissjóðstillagið til sjóðsins yrði aukið og létt af því gjaldi, sem gert er ráð fyrir í frv. af innfluttum iðnaðarvarningi. Þetta hefur verið borið undir hæstv. fjmrh., og taldi hann út af fyrir sig sennilegt, að ekki mundi hljótast af því nein vandkvæði, þótt þetta verði haft eins og í frv. er gert ráð fyrir. Hefur því, ekki verið gerð nein till. um breyt. á því. Hins vegar er enn til athugunar hin aths., um að takmarka eitthvað gjaldið af vinnulaunagreiðslum fyrirtækjanna. Þeirri athugun er enn ekki lokið, og vildi ég mega vænta þess, að frv. fengi að ganga áfram til 3. umr. Ég get heitið því, að fyrir 3. umr. skal verða gengið frá þessu af hálfu n. og hún koma með ákveðnar till.