21.04.1941
Neðri deild: 41. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í B-deild Alþingistíðinda. (1680)

108. mál, bæjarstjórn á Akranesi

Gísli Guðmundsson:

Ég geri ráð fyrir, að þessu máli verði vísað til þeirrar n., er ég á sæti í, og mun ég því ekki ræða neitt um þetta mál almennt. Ég vil aðeins spyrja hv. flm. um eitt atriði í frv. Í grg. frv. stendur, að þ. 30. marz síðastl. hafi farið fram á Akranesi skrifleg atkvgr. um þetta, þar sem 262 hafi greitt atkvæði af 1049, sem voru á kjörskrá. Þar af sögðu 228 já, 33 sögðu nei, einn seðill var auður. Ég vil beina. þeirri fyrirspurn til hv. flm., hvort þetta sé rétt í frv., að ekki hafi verið meiri þátttaka, og ef svo er, hvort ekki eru einhverjar ástæður til þess. Mér virðist hér vera um litla þátttöku að ræða.