11.03.1941
Efri deild: 15. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 874 í B-deild Alþingistíðinda. (2131)

44. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Frsm. (Páll Hermannsson):

Þetta frv. lá fyrir síðasta Alþ. samhljóða því, sem það er nú, og flutt af sömu þm. nú sem þá, nema hv. 5. landsk. (ÞÞ) hefur nú bætzt við í hópinn. Frv. fékk ekki afgreiðslu hér í d. á síðasta Alþ., það kom að vísu frá n., en komst aldrei gegnum 2. umr. En nú virðist mér ástæða til að ætla, að þetta frv. fái nógan tíma til að verða að l., og vil gera mér vonir um, að sú n., sem fær það til meðferðar, hraði störfum og skili því í tæka tíð, svo að Alþ. geti afgr. málið. Þykist ég mega fullyrða, að nægur þingvilji sé fyrir því, að frv. þetta verði að lögum.

Að öðru leyti sé ég enga ástæðu til að fara að ræða þetta frv. hað er skýrt tekið fram í grg., sem fylgir frv., í hvaða tilgangi það er flutt, og hv. þm. munu einnig muna eftir því, sem um það var sagt á síðasta Alþ., og ætla ég ekki að endurtaka það hér.

Ég vil aðeins leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og menntmn.