05.05.1941
Neðri deild: 51. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 880 í B-deild Alþingistíðinda. (2147)

44. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Finnur Jónsson:

Ég hefði viljað mælast til þess við hæstv. forseta, að hann frestaði meðferð þessa máls, þar til búið er að ganga frá 7. máli á dagskrá.

Eins og þetta frv. ber með sér, er það í þá átt að færa það framlag, sem ríkissjóður á að greiða til húsmæðrafræðslu í sveitum, úr ½ upp í 3/4. En hér liggur fyrir þessari hv. deild frv. til l. um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum, þar sem gert er ráð fyrir, að ríkissjóður leggi fram ½

Nú mun mitt atkv. við þetta mál vera bundið því, hverja afgreiðslu 7. mál á dagskrá fær, og ég hef því hugsað mér að leggja fram við það skriflega brtt. til samræmis við 5. mál á dagskrá. Þess vegna mun ég óska þess, að umr. um þetta mál yrði frestað þangað til sýnt er, hvort samræmi fæst á þau framlög, sem ætlazt er til, að ríkissjóður leggi til húsmæðrafræðslu í sveitum og húsmæðrafræðslu í kaupstöðum.