08.05.1941
Efri deild: 55. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 957 í B-deild Alþingistíðinda. (2479)

140. mál, bankavaxtabréf

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Herra forseti! Við 1. umr. féll niður að gera grein fyrir þessu frv. af hálfu fjhn., sem flytur það fyrir tilmæli hæstv. viðskmrh. Frv. skýrir sig nokkuð sjálft, og það er vikið að því í hinni stuttu grg., af hverjum það er samið, nefnilega af stj. Landsbankans, og það er að mestu samhljóða 1. frá 1935, með breyt., sem eru bein afleiðing af því, að um nýja flokka er nú að ræða.

N. lítur svo á, að hér sé þörf þessara nýju flokka. Annars hefði ég viljað óska, að hæstv. ráðh. hefði gert grein fyrir þeirri þörf, því að ég verð að játa, að ég hef ekki kynnt mér málið sem skyldi.