10.06.1941
Efri deild: 74. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 960 í B-deild Alþingistíðinda. (2498)

140. mál, bankavaxtabréf

Bernharð Stefánsson:

Það er rétt, sem hv. form. fjhn. gat um, að þetta atriði sérstaklega hefur ekki verið borið undir n., en ég get sagt það fyrir mitt leyti, að ég get vel fallizt á það. En till. á 709. þskj. er frá allri n., og þá að sjálfsögðu mér einnig, og mun ég greiða henni atkv.

En í sambandi við 23. gr. frv. langar mig til að spyrjast fyrir um það hjá hæstv. fjmrh. og þeim hv. þdm., sem sæti eiga f bankaráði Landsbankans, hvað sé átt við með skráðu gangverði veðdeildarbréfa. Hv. þd. er kunnugt, að hér lá fyrir frv. til 1. um kaupþing í Reykjavík, þar sem gert var ráð fyrir, að veðdeildarbréf og önnur verðbréf yrðu skráð opinberlega. Stj. Landsbankans skrifaði fjhn. út af þessu og lagði á móti því, að frv. yrði samþ. Taldi hún hættulegt að byrja á slíku stórræði, að skrá verðbréf, sem gengju kaupum og sölum í landinu, og það vegna þess, hve tímarnir væru nú óvenjulegir og alvarlegir. Bankastj. tilkynnti þó, að Landsbankinn mundi byrja að skrá þessi bréf. Leikmaður, eins og ég, á nú erfitt með að skilja, að hættulegt sé að setja 1. um kaupþing, sem er. í rauninni ekki annað en opinber skráning verðbréfa í landinu, en hættulaust sé, að Landsbankinn setji sjálfur á fót sams konar stofnun. En ég býst við, að hinn æðri vísdómur í peningamálum geti upplýst þetta, og því spyrst ég fyrir um það, hvað sé skráð gangverð bréfa, sem um er getið í 23. gr. Ef Landsbankinn setur upp þetta kaupþing, sem hann ráðgerir, þó að hann telji hættulegt, að landið geri það, er þá hægt að líta svo á, að gengi það, er hann skráir, sé opinberlega skráð gengi, þar sem ekki eru til nein 1. um þetta?