25.04.1941
Neðri deild: 44. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 977 í B-deild Alþingistíðinda. (2546)

70. mál, Háskóli Íslands

Garðar Þorsteinsson:

Ég álít, að hv. þm. V.-Sk. hafi talað utan dagskrár, og að ég hafi minn ræðutíma óskertan, þótt ég standi upp nú. Hvorki ég né hæstv. ráðh. þurfum að spyrja hv. þm. V.-Sk. að því, hvenær við mætum hér, og á sama hátt getur hv. þm. mætt hér sér til sóma eða ekki sóma, þegar honum sýnist. Hvort spurningar mínar eru mergjaðar eða ekki, kemur hv. þm. ekki við, en hann getur notað sitt málskraf við allar umr., ég þarf ekki nema eina umr. til þess að bera fram skoðanir mínar. Hitt er annað mál, að ég öfunda hvorki þm. sjálfan né hv. dm. af því að hlusta á hann.

Ég kann því illa, að hv. þm. sé að setja ofan í við mig. Mér er fyllilega heimilt að bera fram spurningar mínar við hæstv. ráðh., og mér var einnig heimilt að æskja þess, að málið væri tekið af dagskrá, þar sem hæstv. ráðh. var ekki viðstaddur