20.02.1941
Neðri deild: 4. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í B-deild Alþingistíðinda. (271)

5. mál, einkasala á tóbaki

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Eins og kunnugt er hefur neftóbak það, sem aðallega hefur verið notað hér á landi, verið framleitt í Danmörku. Þegar viðskiptin við það land rofnuðu á síðastl. vori, virtist ekki annað fyrir hendi en reyna að koma á hér heima framleiðslu þessarar vörutegundar. Lagaheimild var engin fyrir því, að tóbakseinkasalan réðist í þetta, og þótti þá nauðsyn til bera að setja um það bráðabirgðal. Slík 1. eru það; sem borin eru fram til staðfestingar í þessu frv., samkv. 23. gr. stjskr.

Rétt er að taka fram, að samkv. ákvæðum 2. gr. frv. verður nokkur breyt. á reglum um álagningu. Þar sem áður skyldi leggja 10–75% á tóbakið án tolls, skal nú leggja 10–50% á það, eftir að búið er að tolla það. Hins vegar þótti ekki annað fært en láta álagninguna á vörur þær, sem tóbaksgerð ríkisins eða einkasölunnar framleiðir, vera óbundna af 1.

Ég sé ekki ástæðu til að orðlengja um frv. og legg til, að því verði vísað til 2. umr. og fjhn.