07.03.1941
Neðri deild: 13. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í B-deild Alþingistíðinda. (273)

5. mál, einkasala á tóbaki

Frsm. (Stefán Stefánsson):

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara mörgum orðum um þetta frv. á þskj. 5. Það er staðfesting á bráðabirgðal., sem sett voru 22. ágúst 1940 og borið fram samkv. 23. gr. stjskr. um sama efni. Í grg. bráðabirgðal. er þess getið, að vegna viðskiptaörðugleika af völdum ófriðarins hafi orðið skortur á tóbaki, einkum neftóbaki, og af þeirri ástæðu taldi hæstv. ríkisstj. rétt að gefa út bráðabirgðal. um þetta efni, sem frv. þetta getur um, að heimila tóbakseinkasölunni að starfrækja tóbaksgerð með það fyrir augum að bæta úr þeim skorti, sem orðið hefur á tóbaki, og þá einkum neftóbaki, og geri ég ráð fyrir, að neftóbaksmenn fagni þessum bráðabirgðal.

Um 2. gr. er lítið að segja. Þeirri gr. tóbakseinkasölul. hefur áður verið breytt með 1. nr. 75 frá 23. júní 1932. Nú er breyt. gerð vegna starfrækslu tóbakseinkasölunnar.

Ég vil aðeins minnast á það, að þegar þetta frv. hefur verið samþ., sem til er vænzt, verða þessi l. í þrennu lagi. Og þegar svo mörg 1. eru um sama efni, er mjög æskilegt, að þau yrðu felld saman og gefin út í einu lagi. Vænti ég þess, að hæstv. ríkisstj. sameini þessi 1.

Að endingu legg ég til, að frv. verði samþ. í því formi, sem það liggur fyrir á þskj. 5.