19.02.1941
Efri deild: 3. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í B-deild Alþingistíðinda. (326)

2. mál, tollheimta og tolleftirlit

*Fjmrh. (Jakob Möller) :

Þetta frv. er borið fram samkv. 23. gr. stjskr. til staðfestingar á bráðabirgðal., sem gefin voru út síðastl. sumar, um breyt. á 1. um tollheimtu og tolleftirlit. Breyt. er í rauninni í því fólgin, að hægt er að framkvæma heimildina strax, í stað þess að samkv. l. frá 1939 er ákveðinn þriggja mánaða fyrirvari. Það reyndist óhjákvæmilegt vegna ástandsins að koma þessu í framkvæmd þegar í stað, og varð því að gefa út bráðabirgðal. um þetta atriði. Ég legg til, að frv. verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og fjhn.