08.05.1941
Neðri deild: 54. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 315 í B-deild Alþingistíðinda. (577)

15. mál, hegningarlög

Frsm. (Bergur Jónsson) :

Ég hef ekki ástæðu til að finna að því, þó að hv. 7. landsk, sé með fyrirspurn til hæstv. ríkisstj. En sem frsm. n. vil ég kvarta undan því, hvernig sá hv. þm. kemur fram, því að mér þykir það leiðinleg aðferð hjá nm. að koma ekki með neinar aths. í n. um mál, skrifa undir nál. fyrirvaralaust og koma svo og lýsa óánægju yfir að láta í hendur réttra stjórnarvalda í landinu það vald, sem í frv. því,. sem n. mælir með, er fólgið. Ég kann ekki við þetta, að því leyti sem það snertir okkur nm. í allshn. og sérstaklega mig sem frsm. n. í þessu tilfelli.