11.11.1941
Neðri deild: 20. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í B-deild Alþingistíðinda. (120)

4. mál, húsaleiga

Sveinbjörn Högnason:

Hv. frsm. óskaði þess, að sú skrifl. brtt., sem ég bar fram við frv., yrði tekin aftur til 3. umr., svo að n. hefði tækifæri til að athuga hana. Þótt ég eigi nokkuð á hættu, þar sem ég hefði, ef hún félli nú, reynt við 3. umr. að koma fram annarri till. í sömu átt, vil ég gjarnan vinna þetta til samkomulags við n. og tek till. mína aftur, en áskil mér það, að n. geri mér aðvart til að ræða við sig um málið, ef hún getur ekki fallizt á hana í því formi, sem hún er.