19.11.1941
Efri deild: 24. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í B-deild Alþingistíðinda. (298)

19. mál, rithöfundaréttur og prentréttur

Magnús Jónsson:

Þó að tilætlunin hafi verið að ljúka störfum deildarinnar í nótt, mætti hún lifa til morguns, þegar um slíkt stórmál er að ræða. En hvað snertir það, að færustu lögfræðingar hafi fjallað um þetta mál, vil ég minna í, að í stjfrv. koma hvað eftir annað fyrir villur um ártöl o. fl. Það er algengt. Og ég vil minna á, að í framlengingu á lögum um tekju- og eignarskatt kom fram, að það var aðeins tekjuskatturinn, sem var framlengdur, en ekki eignarskatturinn. Ég get alveg eins trúað, að þeir, sem sömdu þetta frv., hafi alls ekki lesið 1. þau, sem frv. á að vera viðauki við. En það verður að fara eins og fara vill, — málið skal fram.

En nú langar mig að spyrjast fyrir um það, hvernig eigi að skilja 1. gr. frv. Ég vil fyrst spyrja : Hvaða form er þetta á l.? Þetta er víst viðauki við l. Er meiningin að prenta hann: eftir l. um rithöfundarétt? En þetta er ekki stílað þannig. Hvar á viðaukinn að koma? Aftan við þau, —- eða hvar?

Eins vil ég spyrja um það út af 1. gr., hvort það sé meiningin, að hvert rit, sem er eldra en 50 ára og ekki er birt stafrétt, sé sent stjórnarráðinu áður en það er gefið út, og sé eitthvert slíkt rit gefið út án þess að það sé borið undir stjórnarráðið, þá geti það sektað menn um 100 til 10004 kr. Það virðist sem hér sé ekki aðeins um fornritin að ræða, heldur öll rit eldri en 50 ára. Þau koma öll undir 1. gr. Þá vil ég segja það, að í 1. gr. stendur ekkert um það, hver dæma eigi um, hvort menning eða tunga þjóðarinnar bíða tjón af birtingu þessara rita, og vildi ég spyrja hæstv. ráðh., hvort hann muni gera ráðstafanir til þess, að allt verði sent til stjórnarráðsins, sem þannig á að gefa út og er að einhverju leyti breytt.