05.11.1941
Neðri deild: 16. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 142 í C-deild Alþingistíðinda. (373)

7. mál, ráðstafanir gegn dýrtíðinni

Eiríkur Einarsson:

Það kann að þykja óþarfi, að ég taki til máls um frv. þetta, sem svo mjög hefur verið rætt af forráðamönnum flokkanna, hæstv. ráðh. og n. þeirri, er hafði það til meðferðar. Þrátt fyrir það vil ég láta skoðun mína koma fram, og skal ég reyna að gera það í sem fæstum orðum.

Eins og kunnugt er, hefur lagafrv. þetta vakið mikið umtal; það hefur vakið áhuga margra, en jafnframt nokkurn óróa. Hvort tveggja er af eðlilegum ástæðum. Í fyrsta lagi er málefnið harla mikilvægt, og í öðru lagi hefur frv. komið á nokkurri ringulreið innan ríkisstj., sem leitt hefur til lausnarbeiðni hennar.

Ég verð að segja, að mér finnst ágreiningur sá, sem risið hefur í ríkisstj. um þetta mál, ekki svara til þess, sem mér finnst máli skipta. –Það er að vísu svo, að formið fyrir viðleitninni til að sporna á móti dýrtíðinni er sitt hvort, lögfesting skv. frv. eða frjáls aðferð, — en markmiðið er eitt og hið sama.

Í fljótu bragði virðist frv. að því leyti líklegra en hin frjálsa aðferð, að ef annað hvort ákvæðið er svo styrkt, að það fái staðizt reynsluna, er lagaákvæði ávallt fyllri leið en samningaleiðin. En vegna þess að mig brestur trú á styrkleik ákvæðanna, álít ég, að frv. sé lakara en frjálsa leiðin. — Það er ávallt óheppilegt, að það verði að l., sem ekki fær staðizt. Finnst mér það höfuðeinkenni á frv., að yfirbygging þess sé meiri en svo, að grunnurinn þoli hana.

Ég vil ekki, sjálfum mér og öðrum til leiðinda, vera að taka fram þær ástæður, sem réttilega hefur verið bent á um það öryggisleysi, sem mér finnst vera á því, að unnt sé að stöðva kaupið með hámarki eins og það nú er. Þetta mundi að sjálfsögðu vera auðvelt með fastráðna starfsmenn, eins og til dæmis opinbera starfsmenn. Það er alltaf hægt að segja við þessa menn: Þetta hafa þeir og þetta er af þeim að taka. — En að því er aðra launþega snertir er allt öðru máli að gegna. Hér er talað um grunnkaup. En við hvað er átt með því? Til hvaða launa á þetta að ná? Þó að hægt væri að komast fyrir það, hvað daglaun væru á hugsanlegum staðfestingartíma, þá er ekki öll sagan sögð með því, því í þeim kaupgreiðsluelg, sem nú er hér á landi, er þetta ákaflega misjafnt. Við hvað á t. d. að miða hjá bændum? Ég er líka hræddur um, ef þetta ráð yrði tekið, þá mundi það leiða til þess, að það yrði reynt að fara í kringum 1., eins og oft vill verða, þegar beita á þvingunum. Ég er hræddur um, að gripið yrði til hinnar alkunnu verktökuaðferðar, sem nefnd er akkorð. Hvernig á þar að finna út grunnkaupið? Ég nefndi áðan kaupið í sveitinni. Hvernig ætti að finna þar grunnkaupið? Það er misjafnt eftir árstíðum, eftir því, hvort vinnan er á þessum stað eða hinum, og eftir því, hver er húsbóndinn. Mér er sem ég sjái, þegar ætti að fara að vinna úr þeim glundroða. Enda verð ég að segja það, að ef lögfesta ætti það, að bændur sættu l. skv. þeim launataxta, sem nú er, þá dreg ég það mjög í efa, að þeir mundu standast það. Ég efast hins vegar ekki um, ef skírskotað væri til þegnskapar þeirra, þá megi fyllilega treysta á hann í þessu efni, en ég efast um, að þeirra fjárhagslega burðarmagn þoli það.

Það er annars einkennilegt, ekki sízt frá sjónarmiði þeirra, sem hlustað hafa á umr. um þetta mál hér á Alþ., hvað mikið er gert úr þeim málefnaágreiningi, sem fram er kominn og hefur valdið heilli stjórnarafsögn. Við vitum allir, að stj. var skipuð með tilliti til þess, að takast mætti að hafa almennan sameiginlegan frið um málefni landsmanna á örlagaríkum og viðsjárverðum tímum. Og ég býst við, að öllum hv. Þm. sé það fullljóst, að þetta er vilji Íslendinga yfirleitt, að meginflokkar-þingsins standi saman um nauðsynjamál og þarfir þjóðfélagsins og standi þar sameiginlega á varðbergi án þess að hnífurinn gangi á milli.

En ég vil nú spyrja: Ef þetta er rétt hjá mér, er það þá með fullri ábyrgðartilfinningu? Er það ekki fljótræði að hlaupa í þessa afsögn eins og málin horfa við, — því hvenær hafa þau horft alvarlegar við? Og þau horfa vitanlega því alvarlegar við eftir því, sem lengra líður. hað hefur líka verið látíð skína í það hjá flm. frv., hæstv. viðskmrh., að ef eitthvert samkomulag væri fáanlegt um frv., þá væri möguleiki á því að fá umr. frestað. Því hefur verið bætt við, að jafnvel þó að slíkt samkomulag hefði í för með sér frestun á frv. til næsta þings, þá væri slíkt ekkí útilokað. Eitthvað á þessa leið var það, sem hæstv. ráðh. sagði. En úr því að möguleiki er á því að fresta umr. og slá ýmsa varnagla á þennan hátt, hvaða nauðsyn var þá á því að vera að kalla saman aukaþing til þess að hespa þessi l. af, þegar von er á, að reglulegt Alþ. komi saman eftir 3½ mánuð, þing, sem mundi hafa betra næði til þess að taka ákvarðanir sínar en hægt er nú á þessari samkomu. 3–4 mánuðir ættu að geta leitt margt í ljós í þessu máli, jafnvel á við 3–4 ár áður fyrr, vegna þess hve viðburðarásin er orðin ör nú á tímum.

Ég vildi nú gera það að till. minni, að þessu spánskt fyrir, að vísa málinu til stj., sem er að einhverjum, sem mál mitt heyra, komi þetta frv. verði vísað til stj. Það kann að vera, að segja af sér af ágreiningi um málið. En þeim hinum sömu vil ég segja það, að það getur ekki verið meiningin, að á næstu mánuðum verði Ísland stjórnlaust. Ég þykist þess fullviss, að Alþ. slítur ekki þessum fundum án þess að skipuð verði ný stj., annaðhvort sú, sem nú er, eða önnur, sem verður ábyrg gerða sinna á stjórnskipulegan hátt. Ég álít þetta nægileg rök fyrir því, að það sé ekki úr vegi að vísa málinu til ríkisstj. En mér finnst, að ríkisstj., hvort sem það verða þessir menn eða aðrir, ætti að fá að vita það, ef þessi meðferð málsins væri höfð, að Alþ. ætlaðist til þess, að stj. undirbyggi heilsteypt og ágreiningslaust þetta málefni í hendur þingsins. Ég teldi þessa lausn heppilegri en að afgr. málið nú í flaustri á þeim upplausnartíma, sem nú er hér á Alþ. Auk þess gæti stj. þá hagnýtt sér þá reynslu, sem fæst fram til. næsta þings.

Ég verð að undra mig á einu, sem hefur verið margrætt hér við umr. Það hefur verið talað um, að samninga hafi verið leitað við fjölda þeirra manna, sem vinna hjá setuliðinu. Ég legg engan dóm á það, hvort þetta er framkvæmanlegt eða ekki, en annað atriði, sem ekki skiptir minna máli í þessu sambandi, er það, hvort ekki væri hægt að fá samræmt kaupgjald við þessa vinnu og aðra vinnu landsmanna, því það virðist ekki minna um vert til þess yfirleitt, að hægt sé að koma nokkurri skipan á þessi mál.

En eitt er víst, eins og ég hef tekið fram, að engin lausn þessa máls verður trygg, nema bak við hana standi einhuga vilji fulltrúa þjóðarinnar með almenningsálitið að baki sér. Ástandið ber þess öll merki, að það verður ekki læknað með lagasetningu, sem til er orðin í fullum ágreiningi á tvístringartímum íslenzks þjóðskipulags, liggur mér við að segja.

Ég veit, að það er mikilsvert að halda verðgildi peninganna við, og þess vegna verður að leggja mikla alúð við það að reyna að tryggja þetta. En þótt gildi íslenzku krónunnar sé mikilsvert, þá er annað enn þá mikilsverðara fyrir þjóðina. Við verðum að láta það fréttast bæði inn á við og út á við til alls heimsins, að íslenzka þjóðin standi saman sem einn maður á sínum örlagaríku tímum. Og það á enginn maður að vera feiminn við að láta það álit sitt í ljós, að það sé hið mikilsverðasta.

Ég vil svo að lokum snúa máli mínu til hæstv. forseta og gera það að till. minni, að frv. því, sem hér er til umr., verði vísað til ríkisstj.