07.05.1942
Efri deild: 51. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 470 í B-deild Alþingistíðinda. (1361)

70. mál, stríðsgróðaskattur

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Það er nú sama að segja um þetta mál og hitt málið, sem afgreitt var hér áðan, um tekjuskatt og eignarskatt, að þetta frv. um stríðsgróðaskatt er þrautrætt áður, bæði í hv. Nd. og í blöðum, og afstaða flokkanna til þess er kunn orðin, svo að ég tel ekki, að það þurfi langa framsögu um það, enda kemur það sér sjálfsagt betur, ef helmingur hv. þdm. ætlar nú þegar á annan fund. En eins og sjá má á nál. fjhn. á þskj. 321, þá mælir fjhn. með því, að frv. verði samþ. En tveir af hv. nm., þeir hv. 1. þm. Reykv. (MJ) og hv. 10. landsk. þm. (Erlþ), áskilja sér rétt til þess að bera fram brtt. eða vera með brtt., sem fram kunna að koma. Sama rétt hef ég reyndar áskilið mér við 3. umr., ef svo skyldi fara, að þessu frv. yrði breytt að einhverju leyti við þá umr., sem nú er hafin. En aðaltill. mín er sú sem nefndarmanns, að frv. verði samþ. óbreytt. Og ástæðurnar eru nú svipaðar um þetta mál eins og ég gat um í sambandi við það mál, sem hér var næst á undan á dagskrá (69. mál), að ég tel litla von um það, að hægt verði að afgr. frv..sem l. á hæfilegum tíma, ef farið verður að breyta því nú og senda það til hv. Nd., sökum þess, hve nú er áliðið þingtímans, að því er maður verður að ætla. Og hins vegar er líka það, að ég tel frv. vera í svo sæmilegu formi, að lítil von sé um breytingar til bóta ú því, þó að vera kunni náttúrlega, að eitthvað gæti farið betur heldur en í frv. er gert ráð fyrir.

Ég held, að það þurfi engin rök að færa fram fyrir því hér, að þetta frv. er borið fram og að eðlilegt sé að samþ. það. Því að ég hef ekki orðið annars var heldur en að öllum, hvaða flokki, sem þeir fylgja, finnist það eðlilegt að skattleggja alveg sérstaklega hinn mikla gróða, sem einstakir menn og félög njóta nú, og miklu hærra en annars þykir hæfa að ákveða skattstiga í almennum skattal., og að það beri að verja þessum óvenjulega gróða, sem skapast af sérstöku ástandi, sem einstaklingarnir í þjóðfélaginu hafa ekki fram kahað, sem betur fer, og þar af leiðandi má segja, að sá gróði sé ekki nema að litlu leyti þeim að þakka — að verja þeim gróða að miklu leyti til sameiginlegra þarfa þjóðarinnar. Þetta sjónarmið var líka viðurkennt þegar á þinginu í fyrra, því að það þing samþ. l. um stríðsgróðaskatt. En nú er hér borið fram frv., sem breytir þeim l., sem samþ. voru í fyrra, í allverulegum atriðum, og sé ég ekki ástæðu til að fara að rekja efni þess lið fyrir lið. Ég skal aðeins stikla á höfuðatriðunum.

Það er þá í fyrsta lagi lagt til í þessu frv., að auk þess skattgjalds, sem ákveðið er í hinum almennu skattal., skuli lagður á sérstakur stríðsgróðaskattur, og byrjar hann á 45 þús. kr. skattskyldum tekjum og er þá 3.%. En þegar komið er yfir 200 þús: kr. skattskyldar tekjur, þá er hann 6%, m.ö.o., að samanlagður tekjuskattur og stríðsgróðaskattur af 200 þús. kr. eða þar yfir er 90%. Þá er í 2. gr. frv. ákveðið, að hlutaðeigandi sveitarfélag, þar sem skattþegn er útsvarsskyldur, fái 45% af þessum stríðsgróðaskatti, sem þar er á lagður og innheimtur, þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemur 2 krónum á móti hverjum 3 krónum, sem jafnað er niður í útsvörum í sveitarfélaginu á því ári. Og í 3. gr. frv. er ákveðið, að 5% af stríðsgróðaskattinum renni til þeirra sýslu- eða bæjarfélaga, er engan skatt fá samkv. 2. gr. frv. Það er því í raun og veru þannig, að helmingur af stríðsgróðaskattinum gengur beint til sveitar- og bæjarfélaga og sýslufélaga.

Þá er það ákvæði, sem heita má nýmæli, að meðan það er í l., að greiða skuli 90% samtals í tekjuskatt og stríðsgróðaskatt af tekjum yfir 200 þús. kr., sé óheimilt að leggja tekjuútsvar á þann hluta af hreinum tekjum gjaldenda, sem er umfram 200 þús. kr., þ.e. bera fullan stríðsgróðaskatt. Og er þetta vitanlega gert í því skyni, að þeir, sem teknanna afla, hafi þó alltaf einhverja hvöt til þess að afla þessara tekna. því að ef engar slíkar hömlur væru, þá er ekki hægt um það að segja fyrir víst, hvað af þeim tekjum kynni að vera tekið með útsvarsálagningu, þó að ég geri nú ekki ráð fyrir, eins og nú er ástatt, að þetta atriði hafi nokkurs staðar praktíska þýðingu. Ég geri ekki ráð fyrir, eins og nú er ástatt í landinu, að nokkur sveitareða bæjarfélög í landinu mundu leggja svo há útsvör á að nú í augnablikinu sé þörf á þessu ákvæði. En þetta er nú gert í öryggisskyni.

Ég ætla svo ekki að orðlengja þetta frekar, enda er það orðið svo, eins og allir sjá hér á hæstv. Alþ., ég er ekki að segja, að það sé frekar í þessari hv. d. heldur en í hv. Nd. og Sþ., að það er með öllu þýðingarlaust að tala í deildunum og þinginu, sökum þess, að því er virðist, að hv. þm. eru orðnir svo þreyttir á þingsetunni hér, að þeir sinna ekki slíku.