07.05.1942
Efri deild: 51. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í B-deild Alþingistíðinda. (1364)

70. mál, stríðsgróðaskattur

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Af því að verið er hér að tala um það, hvað hv. þm. mæti illa, og skjalfesta það, þá vil ég taka það fram, eins og fundagerðabókin ber með sér, að ég hef mætt í þessari hv. d. í þessu máli. Það er föst venja, að sá ráðh., sem hlut á að máli, haldi uppi andsvörum í þeim málum, sem undir hans stjórnardeild heyra, og frá þeirri reglu er ekki gjarnan vikið. Viðvíkjandi því, að illa séu sóttir fundir, skal ég ekki segja neitt frekar. En það er hins vegar eitt, sem verður að taka til athugunar í stjórnarskrá okkar, og það er að gera ekki Alþ. að áróðursstofu, þar sem umr. eru jafnvíðtækar og þær eru hér, því að hjá okkur eru þær miklu víðtækari en á nokkru öðru þingi. Víðast hvar annars staðar er það þannig, að hver flokkur hefur fyrst og fremst mann, sem ber fram sjónarmið flokkanna í því máli, sem um er að ræða, og þar af leiðandi verða umr. með allt öðrum hætti. En ég ætla ekki að fara inn á þetta nánar. nema tilefni gefist til, og vil ekki gefa tilefni til þess.

Í sambandi við þessa .brtt. vil ég segja það, að ég lít satt að segja svo á, að hún sé næsta óþörf, því að það er vitað mál, að meðan svo er ástatt, að ekki er lagt á útsvar með öðrum hætti en þeim, sem tekjuútsvör eru lögð á, þá verður ekki snert við þessum afgangstekjum, sem eru 10% af tekjum manna yfir 200 þús. kr. Ég held, að það getum við allir verið sammála um, og við, sem höfum setið í ríkisskattanefnd, getum fullyrt, að þegar farið hefur verið eftir þeim reglum að leggja á tekjuútsvör, þá hefur hvergi verið gengið svo langt, að nær hafi verið gengið. Þetta er þess vegna engin vernd, eins og hv. þm. tók hér fram. En ef svo mjög sverfur að bæjarfélögum eða hreppum, að þau þurfi að leggja á veltuútsvar, þá er það ekki alls kostar rétt hjá hv. flm. þessarar till., að þau séu 2% samanborið við þá till., sem hér liggur fyrir, heldur en þau veltuútsvör, og öryggið er ekki meira en það, að þau geta tekið 10% öll. Ef t.d. fyrirtæki hefur í veltunni svo milljónum skiptir og á það væri lagt veltuútsvar, þá gæti farið svo, að slíkt fyrirtæki yrði að greiða meira en sínar tekjur. Ég held þess vegna, að við getum ekkí sagt, að þessum mönnum sé fengið — sérstaklega mikið öryggi. Þetta vona ég, að allir hv. þm. skilji, því að þó að veltu útsvar sé ekkí nema 2%, þá er það ekki miðað við hreinar tekjur, heldur við veltu, og með tilliti til þess er 4. gr. þannig orðuð, eins og hæstv. viðskmrh. hefur bent á; að ekki má leggja tekjuútsvör á þann hluta af hreinum tekjum, sem er umfram 200 þús. kr. Að þessu athuguðu hygg ég, að ekki sé hægt að segja það með miklum rétti, að þeim sé fengin sérstök vernd, sem þarna eiga hlut að máli.