06.03.1942
Neðri deild: 14. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í B-deild Alþingistíðinda. (193)

14. mál, gjaldeyrisverslun o.fl.

*Haraldur Guðmundsson:

Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir svörin. Ég býst við, að það sé rétt. að þörf bankanna á dollurum hafi samsvarað fyllilega eða jafnvel meira en það þeirri upphæð dollara sem inn hefur komið á hverjum tíma. En hæstv. ráðh. svaraði ekki spurningu minni um það, hvort seljendur fá þennan hluta verðsins til frjálsra umráða. Það svarar til þess. að afgangurinn verði um fjögur þús. pund, eða nálægt 16000 dollarar. Þennan gróða þarf að vera hægt að binda úti.