24.04.1942
Efri deild: 40. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í B-deild Alþingistíðinda. (213)

14. mál, gjaldeyrisverslun o.fl.

Frsm. (Erlendur Þorsteinsson):

Herra forseti ! Fjhn. hefur athugað frv. þetta, og þykir henni rétt að staðfesta það.

Eins og hv. þdm. er kunnugt, var ákveðið, að viss hluti af andvirði ísfiskssölu í Englandi skyldi settur á biðreikning fiskeigenda þar í landi, og var sá hluti ekki til frjálsra afnota hér heima. Var gengið út frá, að svo yrði til styrjaldarloka.

En nú hefur þetta breytzt, eins og menn vita, þannig að fiskeigendur fá yfirfært hingað, en ríkið eða bankarnir í dollara vestan hafs. — Enn er ekki tekin ákvörðun um, hvort peningar þessir skuli leystir út eða ekki, en meðan það er ekki gert, er sjálfsagt að ákvæði séu í lögum um það, að ekki sé heimilt að selja eða veðsetja þessa innistæðu, því að á meðan lögin eru, er rétt, að viðurlög séu við því, að þau séu brotin, og mælir n. með, að þetta frv. verði samþykkt.