09.05.1942
Efri deild: 53. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 768 í B-deild Alþingistíðinda. (2261)

125. mál, verðlagsuppbót embættismanna og starfsmanna ríkisins

Magnús Jónsson:

Ég viðurkenni fullkomlega þörf margra þeirra, sem hér eiga hlut að máli, á nokkurri launaviðbót. En mér sýnist þessi till. þannig fram komin að ég treysti mér ekki til að taka afstöðu til hennar. Það gæti orðið málinu að fótakefli, þar sem svo er áliðið þings, og ágreiningur er um það í hinni d. Það vantar áætlun um það, hvað þetta mundi nema miklu, og auk þess liggja ekki fyrir skýrslur frá stofnunum um það, hvort þeim er veruleg hætta búin, ef þetta gengur ekki í gegn. g vil því bíða átekta og sjá, hvort málið kemur fram aftur og fær byr í hinni d., áður en ég tek afstöðu til þess, og greiði því ekki atkv.